Tilkynningar

Einn þingmaður í einangrun, þrír þingmenn og tveir starfsmenn í sóttkví

22.9.2020

Eins og áður hefur komið fram er einn þingmaður smitaður af kórónuveirunni og er enn í einangrun af þeim sökum. Þrír þingmenn eru í sóttkví og tveir starfsmenn. 

Gripið hefur verið til víðtækra ráðstafana á Alþingi og skrifstofunni og vinnur mikill meirihluti þingmanna og starfsmanna heima út þessa viku.