Tilkynningar

Einn þingmaður smitaður og í einangrun

17.9.2020

Viðbragðsteymi Alþingis hefur greint frá því að niðurstaða úr skimun hafi leitt í ljós að einn þingmaður er smitaður af kórónuveirunni. Þeim sem hafa verið í samskiptum við þingmanninn undanfarna daga hefur verið greint frá stöðunni eftir því sem unnt er. Unnið er að smitrakningu og verður gripið til frekari sóttvarnarráðstafana í húsnæði þingsins samkvæmt viðbragðsáætlun Alþingis. Smitið hefur ekki bein áhrif á þinghaldið þar eð fundum Alþingis var fyrr í mánuðinum frestað til 1. október.