Tilkynningar

Forseti Alþingis í opinberri heimsókn á Kýpur 25.–27. febrúar 2016

25.2.2016

Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, er í opinberri heimsókn á Kýpur 25.–27. febrúar í boði Yiannakis L. Omirou, forseta Kýpurþings.
Auk fundar með forseta Kýpurþings mun forseti Alþingis eiga fund með Nicos Anastasiades, forseta Kýpur, Harris Georgiades fjármálaráðherra, fulltrúum í utanríkis- og fjármálanefnd, Eleni Loucaidou, aðstoðarborgarstjóra Nikósíu, og Alexis Galanos, borgarstjóra Famagusta.