Tilkynningar

Forseti Alþingis lýsir áhyggjum af stöðu fyrrum forseta Katalóníuþings

5.12.2018

Forseti Alþingis, Steingrímur J. Sigfússon, sendi forsetum efri og neðri deilda Spánska þingsins bréf, dagsett 4. desember 2018, þar sem hann lýsti miklum áhyggjum af stöðu fr. Carme Forcadell, fyrrum forseta Katalóníuþings. Forcadell hefur setið í varðhaldi síðan 23. mars sl., sökuð um uppreisn gegn Spánska alríkinu, án þess að réttað hafi verið í máli hennar.

Lagði forseti Alþingis í bréfinu áherslu á grunngildi Evrópuráðsins um lýðræði, mannréttindi og réttarríkið og vakti sérstaka athygli á rétti einstaklinga í varðhaldi á skjótri málsmeðferð fyrir dómstólum samkvæmt mannréttindasáttmála Evrópu.

Bréf forseta Alþingis til forseta efri deildar Spánarþings

Bréf forseta Alþingis til forseta neðri deildar Spánarþings