Tilkynningar

Forstöðumaður nefndasviðs Alþingis

28.4.2016

Forstöðumaður

Skrifstofa Alþingis auglýsir laust til umsóknar starf forstöðumanns nefndasviðs skrifstofu Alþingis.

Meginverkefni forstöðumanns:

• Dagleg stjórnun og rekstur sviðsins.
• Forusta um fagleg vinnubrögð á sviðinu.
• Umsjón með að verkefnum sé sinnt í samræmi við gildi skrifstofunnar.
• Þátttaka í starfi stjórnenda skrifstofu Alþingis.
• Kynning á starfi sviðsins og þingsins.
• Þátttaka í alþjóðlegu og innlendu samstarfi.
• Samskipti við þingmenn og starfsmenn.

Menntunar- og þekkingarkröfur:

• Háskólamenntun sem nýtist í starfi. Umsækjandi skal hafa lokið framhaldsnámi á háskólastigi.
 • Stjórnunarreynsla, þ.m.t. reynsla af mannaforráðum.
 • Þekking á íslenskri stjórnskipun og stjórnsýslu.
 • Þekking á störfum Alþingis með sérstöku tilliti til löggjafarstarfa þess.
 

Færni og aðrar hæfniskröfur

• Geta til að leiða vinnu annarra og hvetja til árangurs.
• Lipurð í samskiptum og hæfni til að vinna með öðrum.
• Sjálfstæði, frumkvæði og metnaður í starfi.
• Geta til að vinna undir álagi og áreiti.
• Færni í að móta stefnu og lausnir og hafa framtíðarsýn.
• Færni í að tjá sig í ræðu og riti.
• Reynsla af verkefnastjórnun og áætlanagerð.
• Geta til að takast á við breytingar.
• Fullt vald á íslensku og gott vald á ensku og einu Norðurlandamáli.

Frekari upplýsingar um starfið

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi forseta Alþingis og Félags starfsmanna Alþingis.
Umsækjandi skal senda umsókn sína rafrænt í gegnum ráðningarkerfi Orra. Umsókn skal fylgja ítarleg ferilskrá og kynningarbréf þar sem umsækjandi rökstyður hæfni sína í starfið. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Karl M. Kristjánsson aðstoðarskrifstofustjóri (starfsmannastjórn).
Upplýsingar um starfsemi Alþingis og skrifstofu þingsins er að finna á vef Alþingis, slóðin er www.althingi.is/um-althingi/.
Skrifstofa Alþingis hvetur karla jafnt sem konur til að sækja um starfið.
Tekið skal fram að umsóknir gilda í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.
Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál.

Á nefndasviði starfa auk forstöðumanns tæplega 30 manns með fjölbreytta menntun, m.a. lögfræðingar, málfræðingar, stjórnmálafræðingar og viðskiptafræðingar. Sviðið skiptist í þrjár deildir: nefndadeild, alþjóðadeild og skjaladeild. Verkefni nefndadeildar er aðstoð við fastanefndir og þingmálagerð. Aðstoð við fastanefndir felst í undirbúningi nefndafunda, faglegri aðstoð við yfirferð þingmála og gerð nefndarálita og breytingartillagna. Deildin aðstoðar einnig við samningu þingmála og veitir lögfræðilega ráðgjöf. Skjaladeild aðstoðar þingmenn við frágang þingmála og ritstýrir þingskjölum. Deildin sér einnig um birtingu þingskjala, bæði á prenti og vefsíðum svo og uppfærslu og útgáfu lagasafns á vef Alþingis. Verkefni alþjóðadeildar er að veita faglega aðstoð við undirbúning fyrir þátttöku í alþjóðlegum fundum, gagna- og upplýsingaöflun og undirbúning fyrir alþjóðlega þingmannafundi sem haldnir eru á Íslandi.

Gildi skrifstofu Alþingis eru: Þjónustulund - Fagmennska - Samvinna.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 16.05.2016

Nánari upplýsingar veitir

Karl Magnús Kristjánsson - karl@althingi.is - 563-0500

Sækja um starf