Tilkynningar

Fráfarandi forseti Alþingis kvaddur

7.10.2021

Starfsfólk skrifstofu Alþingis kvaddi Steingrím J. Sigfússon, fyrrverandi forseta Alþingis, í kveðjuhófi sem haldið var í Skála Alþingishússins í dag. Hann lætur nú af þingmennsku eftir 38 ár.

 Steingrimur-kvaddur-07102021_2


Ragna Árnadóttir skrifstofustjóri afhenti Steingrími gjöf sem þakklætisvott fyrir ánægjulegt samstarf á umliðnum árum.