Tilkynningar

Fundur atvinnuveganefndar um samkeppnisstöðu innlendrar fiskvinnslu gagnvart ríkisstyrktri fiskvinnslu innan ESB

7.10.2019

Fundur atvinnuveganefndar sem haldinn verður þriðjudaginn 8. október kl. 9:00 verður opinn fjölmiðlum. Efni fundarins er: Samkeppnisstaða innlendrar fiskvinnslu gagnvart ríkisstyrktri fiskvinnslu innan ESB: Samfélagsleg og efnahagsleg áhrif á Íslandi vegna útflutnings á óunnum fiski í gámum.

Gestir fundarins verða fulltrúar frá Samtökum fiskframleiðenda og útflytjenda, Valgerður Freyja Ágústsdóttir frá Samtökum sjávarútvegssveitarfélaga, Heiðmar Guðmundsson, Friðrik Þór Gunnarsson og Hrefna Karlsdóttir frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, Hólmgeir Jónsson frá Sjómannasambandi Íslands, Ragnar H. Kristjánsson frá Fiskmarkaði Suðurnesja, Aðalsteinn Á. Baldursson, Vilhjálmur E. Birgisson og Flosi Eiríksson frá Starfsgreinasambandinu og Árni Bjarnason.

Ekki er leyfilegt að streyma frá fundinum og hann verður ekki sendur út á vef Alþingis.