Tilkynningar

Fundur forsætisnefndar Alþingis á Siglufirði

14.8.2015

Forsætisnefnd Alþingis hélt árlegan tveggja daga sumarfund 12.–13. ágúst 2015 og fór fundur fram á Siglufirði að þessu sinni. Fundurinn var meðal annars til undirbúnings nýju löggjafarþingi sem hefst þann 8. september næstkomandi.

Á fundinum var meðal annars rætt um: Starfsáætlun Alþingis 2015-2016, fjármál Alþingis, endurskoðun laga um umboðsmann Alþingis og Ríkisendurskoðun, húsnæðismál Alþingis, reglur um þingfararkostnað, endurskoðun laga um rannsóknarnefndir, endurskoðun kosningalaga og siðareglur þingmanna.

Forsætisnefnd Alþingis á Siglufirði