Tilkynningar

Fundur forseta þjóðþinga Norðurlanda og Eystrasaltsríkja

19.7.2018

Árlegur fundur forseta þjóðþinga Norðurlanda og Eystrasaltsríkja var haldinn í Reykjavík, í Alþingishúsinu, fimmtudaginn 19. júlí. Hinir erlendu þingforsetar voru 18. júlí sérstakir boðsgestir forseta Alþingis, Steingríms J. Sigfússonar, á hátíðarfundi Alþingis á Þingvöllum.

Á dagskrá fundar þingforseta var meðal annars rætt um það sem efst er á baugi í þjóðþingum og stjórnmálum á Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjunum, sameiginleg verkefni þingforseta og helstu viðfangsefni í alþjóðlegu þingmannasamstarfi.Fundur forseta þjóðþinga Norðurlanda og Eystrasaltsríkja

Forsetar þjóðþinga Norðurlanda og Eystrasaltsríkja í Alþingi: Paula Risikko, forseti finnska þingsins, Eiki Nestor, forseti eistneska þingsins, Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins, Steingrímur J. Sigurðsson, forseti Alþingis, Urban Ahlin, forseti sænska þingsins, Tone Wilhelmsen Trøen, forseti norska þingsins, Ināra Mūrniece, forseti lettneska þingsins og Viktoras Pranckietis, forseti litháíska þingsins.