Tilkynningar

Fundur háskólaráðs í Alþingishúsinu

7.10.2021

Háskólaráð hélt fund í Alþingishúsinu í dag í tilefni þess að nú eru liðin 110 ár (og fimm dögum betur) síðan kennsla við Háskóla Íslands hófst í húsakynnum Alþingis. Háskólinn var til húsa við Austurvöll allt þar til starfsemi hans var flutt í nýja aðalbyggingu Háskóla Íslands á Melunum 1940.

Háskóli Íslands var stofnaður á hátíðarfundi á Alþingi 17. júní 1911, þegar 100 ár voru liðin frá fæðingu Jóns Sigurðssonar. Kennsla hófst síðan 2. október á fyrstu hæð Alþingishússins þar sem nú eru þingflokksherbergi, í fjórum deildum; guðfræðideild, heimspekideild, lagadeild og læknadeild.

 
KRI_hi_althingi_211007_001Háskólaráð ásamt Rögnu Árnadóttur, skrifstofustjóra Alþingis, við þjóðfundarmálverk Gunnlaugs Blöndal í anddyri Alþingishússins.


KRI_hi_althingi_211007_024

Kennarastofa var þar sem nú er fundarherbergi forsætisnefndar, en þar fór fundur háskólaráðs fram í dag. 

Ljósmyndir © Kristinn Ingvarsson