Tilkynningar

Fundur utanríkismálanefndar 16. ágúst opinn fjölmiðlum frá 10:30

15.8.2019

Fundur utanríkismálanefndar sem haldinn verður föstudaginn 16. ágúst næstkomandi kl. 09:45–13:00 verður opinn fjölmiðlum frá kl. 10:30. Á fundinum verður fjallað um ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn (þriðji orkupakkinn). 

Gestir fundarins verða:
Kl. 10:30 Hilmar Gunnlaugsson
Kl. 11:00 Margrét Einarsdóttir
Kl. 11:30 Arnar Þór Jónsson
Kl. 12:00 Davíð Þór Björgvinsson
Kl. 12:30 Skúli Magnússon

Athugið að ekki er leyfilegt að streyma frá fundinum og hann verður ekki sendur út á vef Alþingis.