Tilkynningar

Fundur utanríkismálanefndar miðvikudaginn 8. maí opinn fjölmiðlum

7.5.2019

Fundur utanríkismálanefndar Alþingis miðvikudaginn 8. maí kl. 9:10–12:00 verður opinn fjölmiðlum. Gestir fundarins verða eftirtaldir:

  • Kl. 9:10 Kristín Haraldsdóttir
  • Kl. 9:40 Davíð Þór Björgvinsson og Eyjólfur Ármannsson
  • Kl. 10:40 Samtök atvinnulífsins (Davíð Þorláksson, Halldór Benjamín Þorbergsson og Pétur Reimarsson)
  • Kl. 11:30 Samkeppniseftirlitið (Halldór Hallgrímsson Gröndal, Páll Gunnar Pálsson og Birgir Óli Einarsson)

Fundarefni:
777. mál, ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn (þriðji orkupakkinn).
 
Athygli er vakin á því að bannað er að streyma beint af fundinum sem og að koma fyrir hljóðnemum á borðum nefndarmanna og gesta. Vinsamlegast virðið fundarfrið og gætið þess að myndatökur og umgengni valdi ekki ónæði.