Tilkynningar

Fyrirhugaðar breytingar á lögum um umboðsmann Alþingis

27.6.2018

Forsætisnefnd Alþingis lagði fram á Alþingi 8. júní sl. frumvarp um breytingar á lögum um umboðsmann Alþingis (Opcat-eftirlit) . Breytingarnar lúta að því að umboðsmanni verði falið hlutverki eftirlitsaðila með 3. gr. bókunar frá 18. desember 2002 við samning Sameinuðu þjóðanna um málefni frelsissviptra einstaklinga. Jafnframt verði sett almennt ákvæði um vernd þeirra sem greina umboðsmanni frá brotum eða því sem misfarist hefur í stjórnsýslunni, þar með talið í starfsemi stofnana eða heimila sem bókunin tekur til. Um slíka einstaklinga hefur verið notað orðið „uppljóstrari“ fyrir orðið whistleblower á ensku.

Frumvarpið var lagt fram til kynningar til að gefa almenningi tækifæri til að koma með ábendingar áður en frumvarpið yrði endurflutt í haust. Allir þeir sem vilja koma með ábendingar til forsætisnefndar eru beðnir að gera slíkt fyrir 10. ágúst nk.