Tilkynningar

Greinargerð um 100 ára afmæli kosningarréttar kvenna

19.1.2016

Framkvæmdastjóri nefndar um 100 ára afmæli kosningarréttar kvenna 2015, Ásta R. Jóhannesdóttir, afhenti nýlega forseta Alþingis, Einari K. Guðfinnssyni, greinargerð um störf nefndarinnar, en nefndin lét af störfum við lok afmælisársins. Greinargerðin veitir góða innsýn í það mikla starf sem hundruð einstaklinga um land allt inntu af hendi til að gera afmælisárið að eftirminnilegum viðburði.

Skýrsla um 100 ára afmæli kosningarréttar