Tilkynningar

Hátíðarfundur Alþingis á Þingvöllum 18. júlí

11.7.2018

Hátíðarfundur Alþingis verður haldinn að Lögbergi á Þingvöllum fimmtudaginn 18. júlí 2018. Fundurinn hefst kl. 14 og reiknað er með að honum ljúki fyrir kl. 16.

Þann 18. júlí 1918 var samningum um fullveldi Íslands lokið með undirritun sambandslaganna sem tóku gildi 1. desember sama ár. 

Á dagskrá þingfundarins á Þingvöllum verður eitt mál tillaga formanna stjórnmálaflokkanna um verkefni í þágu barna og ungmenna, og um rannsóknir er stuðli að sjálfbærni auðlinda hafsins og nýtt hafrannsóknaskip. Tillagan verður afgreidd með umræðu og atkvæðagreiðslu.

Merki 100 ára fullveldisafmælis