Tilkynningar

Hátíðarfundur Alþingis á Þingvöllum

17.7.2018

Hátíðarfundur Alþingis var haldinn fimmtudaginn 18. júlí kl. 14 að Lögbergi á Þingvöllum til að minnast 100 ára afmælis fullveldisins.

Á dagskrá þingfundarins var eitt mál, tillaga formanna stjórnmálaflokkanna um verkefni í þágu barna og ungmenna, og um rannsóknir er stuðli að sjálfbærni auðlinda hafsins og nýtt hafrannsóknaskip. Tillagan var afgreidd með umræðu og atkvæðagreiðslu. 

Bein sjónvarpsútsending var frá þingfundinum á Þingvöllum og öllum landsmönnum gafst þannig kostur á að fylgjast með fundinum. Útsending RÚV hófst kl. 12.45 en einnig var hægt að fylgjast með fundinum á vef Alþingis og sjónvarpsrás Alþingis. 

100 ára afmæli fullveldis á Þingvöllum