Tilkynningar

Heimsókn allsherjar- og menntamálanefndar í Menntamálastofnun

31.1.2017

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis heimsótti Menntamálastofnun í dag. Nefndin kynnti sér starfsemi og verkefni Menntamálastofnunar og hitti stjórnendur stofnunarinnar, Arnór Guðmundsson forstjóra, Gylfa Jón Gylfason, sviðsstjóra matssviðs, Erling Ragnar Erlingsson, sviðsstjóra miðlunarsviðs, og Helgu Óskarsdóttur, sviðsstjóra þjónustusviðs.

Fastanefndum Alþingis er oft boðið í heimsóknir í ýmsar stofnanir og fyrirtæki sem starfa á málefnasviði þeirra. Ef færi gefst til að þiggja slík boð er reynt að fara í heimsóknir á föstum fundartímum nefnda.

Allsherjar- og menntamálanefnd í heimsókn í Menntamálastofnun