Tilkynningar

Heimsókn bandarískra öldungadeildarþingmanna

29.5.2019

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, tók í dag á móti sendinefnd bandarískra öldungadeildarþingmanna til fundar í Alþingishúsinu, en ásamt forseta sátu fundinn Guðjón S. Brjánsson, 1. varaforseti, og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar, auk starfsmanna þingsins. 

Sendinefndina bandarísku skipuðu þau Lisa Murkowski, öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Alaska, Joe Manchin, öldungadeildarþingmaður demókrata frá Vestur-Virginíu, John Barrasso, öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Wyoming, og Sheldon Whitehouse, öldungadeildarþingmaður demókrata frá Rhode Island. 

Ræddu þau meðal annars samskipti Íslands og Bandaríkjanna og málefni norðurslóða, ásamt áskorunum í umhverfis- og loftslagsmálum, en Ísland gegnir nú formennsku í Norðurskautsráðinu.

Bandariskir-oldungadeildarthingmenn_1

John Barrasso, öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Wyoming, Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, Lisa Murkowski, öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Alaska, Joe Manchin, öldungadeildarþingmaður demókrata frá Vestur-Virginíu, Sheldon Whitehouse, öldungadeildarþingmaður demókrata frá Rhode Island, og Jill Esposito, staðgengill sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi.

Bandariskir-oldungadeildarthingmenn_2Bandaríska sendinefndin hitti einnig Guðjón S. Brjánsson, 1. varaforseta Alþingis, og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, formann utanríkismálanefndar, auk forseta og starfsmanna þingsins.