Tilkynningar

Heimsókn í Háskóla Íslands

1.3.2017

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis fór í heimsókn í Háskóla Íslands 28. febrúar 2017. Nefndin fékk kynningu á starfsemi Háskóla Íslands og átti fund með stjórnendum, þeim Jóni Atla Benediktssyni rektor, Guðbjörgu Lindu Rafnsdóttur, aðstoðarrektor vísinda, Steinunni Gestsdóttur, aðstoðarrektor kennslu og þróunar, Ingu Þórsdóttur, forseta Heilbrigðisvísindasviðs, Guðmundi R. Jónssyni, framkvæmdastjóra miðlægrar þróunar og Sæunni Stefánsdóttur, forstöðumanni Stofnunar rannsóknarsetra Háskóla Íslands.

Allsherjar og menntamálanefnd í HÍ