Tilkynningar

Heimsókn varaforseta Alþýðuþings Kína í Alþingi

3.7.2019

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, tók í dag á móti Zhang Chunxian, varaforseta Alþýðuþings Kína, ásamt sendinefnd til fundar í Alþingi. Varaforseti Alþýðuþingsins og kínverska sendinefndin eru í heimsókn á Íslandi 2.-4. júlí.

Ásamt forseta Alþingis sóttu fundinn alþingismennirnir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar og Þorsteinn Sæmundsson, 3. varaforseti Alþingis, auk embættismanna á skrifstofu Alþingis. Meðal umræðuefna á fundinum voru tvíhliða samskipti landanna, málefni norðurslóða og loftslagsmál. Lýsti forseti Alþingis áhyggjum af stöðu mála í Hong Kong og vonaðist eftir að úr málum leystist með friðsamlegum hætti.

Gestabok_1562181406907Venju samkvæmt bauð Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, gestinum Zhang Chunxian, varaforseta Alþýðuþings Kína, að skrifa í gestabók Alþingis.

Fundur_1562181406910Meðal umræðuefna á fundinum voru tvíhliða samskipti landanna, málefni norðurslóða og loftslagsmál.

HopurAð loknum fundi var hópnum stillt upp til myndatöku í anddyri Alþingishússins.