Helgi I. Jónsson settur umboðsmaður Alþingis
Forseti Alþingis hefur sett Helga I. Jónsson fyrrverandi hæstaréttardómara til að sinna starfi umboðsmanns Alþingis meðan nýkjörinn umboðsmaður Alþingis lýkur störfum sínum og verkefnum á öðrum vettvangi. Setningin gildir frá og með 1. október til 1. nóvember 2024, eða skemur, snúi kjörinn umboðsmaður Alþingis til starfa fyrir 1. nóvember nk.
Setningin er gerð samkvæmt heimild í 3. mgr. 1. gr. laga um umboðsmann Alþingis en þar segir að við tímabundin forföll umboðsmanns Alþingis setji forseti Alþingis staðgengil til að gegna embættinu á meðan forföll vara.