Tilkynningar

Hópur af heimsþingi kvenleiðtoga í heimsókn á Alþingi

18.11.2019

Alþingi fékk góða gesti nú í morgun þegar hópur kvenna af heimsþingi kvenleiðtoga, Reykjavík Global Forum – Women Leaders, kom í skoðunarferð um Alþingishúsið. Heimsþingið er haldið í Hörpu dagana 18.–20. nóvember og í því taka þátt um 450 kvenleiðtogar frá yfir 80 löndum.

Til þingsins er boðið alþjóðlegum kvenleiðtogum úr stjórnmálum, auk kvenleiðtoga úr viðskiptum, menningu, vísindum, tækni og fleiri sviðum þjóðlífsins. Þingið er haldið í samstarfi heimssamtaka kvenleiðtoga – WPL, ríkisstjórnar Íslands og Alþingis.

Allar frekari upplýsingar um dagskrá, hliðarviðburði og skipulag má finna á vefsíðu heimsþingsins.

WPL_1WPL_2WPL_4WPL_3