Tilkynningar

Kosningarréttur og konur á Alþingi

19.12.2015

Hundrað ára afmælis kjörgengis og kosningarréttar kvenna til Alþingis var minnst á árinu með ýmsum hætti. Á Alþingi var haldinn hátíðarþingfundur 19. júní og sama dag var haldin hátíðarsamkoma á Austurvelli.

Þann 20. júní var opið hús í Alþingi þar sem sjá mátti sýningu sem sett var upp um konur á Alþingi og kosningarréttinn.

Lokið var við að skanna inn og birta á vef ræður og þingmál fyrstu kvennanna sem sátu á Alþingi og sett var upp síða með þingskjölum og umræðum um kosningarréttinn og efni um konur á Alþingi.

Hátíðarsamkoma á Austurvelli 19. júní 2015©Bragi Þór Jósefsson