Tilkynningar

Kostnaður við hátíðarfund Alþingis á Þingvöllum 18. júlí 2018

17.9.2018

Endurbirt vegna villu í einum lið:

Heildarkostnaður við hátíðarfund Alþingis á Þingvöllum 18. júlí síðastliðinn liggur nú fyrir og skiptist á helstu kostnaðarliði sem hér segir: 

Kostnaðarliður Upphæð
Pallar og gangvegir (efni og vinna)  39.146.073 kr.
Hljóðkerfi  3.790.720 kr.
Lýsing 22.026.370 kr.
Veitingar 2.222.564 kr.
Ferðakostnaður 1.413.000 kr.
Tónlist 2.070.000 kr.
Raflögn 4.588.548 kr.
Hönnun og ráðgjöf 9.169.706 kr.
Gæsla 2.558.434 kr.
Samtals 86.985.415 kr.


Kostnaður var nokkuð umfram áætlun. Er það einkum vegna þess að tekin var ákvörðun um að hafa lýsingu og hljóð af bestu gæðum þar sem atburðurinn var í beinni útsendingu. Einnig var haft í huga að upptaka af fundinum myndi varðveitast til framtíðar sem heimild um sögu þjóðarinnar. Vinna við að bæta og laga göngustíga á Þingvöllum fyrir viðburðinn mun áfram nýtast gestum þjóðgarðsins.