Tilkynningar

Laun og kostnaðargreiðslur þingmanna frá 2007

4.12.2018

Í samræmi við ákvörðun forsætisnefndar 9. apríl 2018 eru birtar í dag upplýsingar um laun og kostnaðargreiðslur þingmanna frá alþingiskosningunum 2007. Undanskildir í þeirri birtingu eru fyrrverandi þingmenn sem látist hafa og er miðað við andlát fyrir 1. desember 2018.

Í þeim tilvikum sem þingmenn kjörnir í alþingiskosningum 2007 áttu einnig sæti á fyrra kjörtímabili (2003–2007) taka upplýsingarnar til alls ársins 2007. Um birtingu fjárhagsupplýsinga aftur í tímann leitaði Alþingi álits Persónuverndar og gaf jafnframt öllum þingmönnum sem í hlut eiga kost á að gera athugasemdir.

Þessar viðbótarupplýsingar er á finna á sömu vefsíðu og birtir upplýsingar um greiðslur til þeirra þingmanna sem sitja í dag á Alþingi. Tengill er á forsíðu vefs Alþingis.