Tilkynningar

Laus störf fjarvinnsluritara

17.9.2015

Fjarvinnsluritarar í verktöku
Skrifstofa Alþingis auglýsir eftir riturum til vinnu í verktöku við innslátt þingræðna. Unnið er í fjarvinnslu og væntanlegir starfsmenn þurfa að geta unnið sveigjanlegan vinnutíma.

Helstu verkefni og ábyrgð
Innsláttur þingræðna.

Hæfnikröfur
Mjög gott vald á íslensku.
Góð þjálfun og færni í ritvinnslu.
Sveigjanleiki og sjálfstæði

Frekari upplýsingar um starfið
Launakjör samkvæmt samningi skrifstofu Alþingis og fjarvinnsluritara.

Umsækjendur sem til greina koma í starfið verða látnir gangast undir próf.

Nauðsynlegt er að umsækjendur hafi aðgang að háhraðanettengingu.

Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst. Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um stöðuna. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Umsóknir gilda í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.

Umsóknum skal fylgja ferilskrá sem tilgreini menntun og fyrri störf.

Umsóknarfrestur er til og með 05.10.2015

Nánari upplýsingar veitir
María Gréta Guðjónsdóttir - maria@althingi.is - 563-0500

Smelltu hér til að sækja um starfið.