Tilkynningar

Laust starf deildarstjóra á þingfundasviði skrifstofu Alþingis

17.1.2020

Skrifstofa Alþingis leitar að öflugum og jákvæðum stjórnanda til að leiða og byggja upp nýja deild á þingfundasviði skrifstofunnar. Í deildinni starfa 15 sérfræðingar. Um er að ræða nýtt starf í fjölbreyttu og lifandi starfsumhverfi á skrifstofu Alþingis.

Hlutverk þingfundasviðs er undirbúningur og þjónusta við þingfundi ásamt útgáfu á þingskjölum og umræðum í þingsal. Meginverkefni nýrrar deildar er útgáfa þingskjala og ræðna. Í því felst lagatæknilegur og faglegur yfirlestur skjala og ræðna, frágangur og umbrot bæði á prenti og fyrir vef Alþingis. Þá annast deildin útgáfu og uppfærslu lagasafnsins.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Dagleg stjórnun og uppbygging nýrrar deildar.
  • Þátttaka í faglegu umbótastarfi og stefnumótunarvinnu.
  • Stuðningur við starfsfólk og ábyrgð á starfsmannamálum deildar.
  • Fagleg forysta um vinnslu og útgáfu þingskjala og ræðna.

Hæfnikröfur

  • Háskólamenntun á meistarastigi sem nýtist í starfi. Menntun á sviði íslenskra fræða eða málvísinda er kostur.
  • Marktæk starfs- og stjórnunarreynsla, þ.m.t. reynsla af mannaforráðum.
  • Reynsla og þekking á breytingastjórnun.
  • Sjálfstæði í vinnubrögðum og skipulagshæfni.
  • Framsækni og faglegur metnaður.
  • Hæfni til að skapa vinnuumhverfi þar sem hæfileikar og hugmyndir starfsfólks nýtast.

Frekari upplýsingar um starfið

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi forseta Alþingis og Félags starfsmanna Alþingis. Tekið er mið af jafnréttisáætlun skrifstofu Alþingis við ráðningar. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf sem fyrst.

Sótt er um starfið í gegnum ráðningarkerfi Orra. Umsókn skal fylgja ferilskrá ásamt og kynningarbréfi þar sem umsækjandi rökstyður umsókn sína og lýsir hæfni sinni til starfsins.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Umsóknir um starfið gilda í sex mánuði frá auglýsingu þessari.

Gildi skrifstofu Alþingis eru þjónustulund, fagmennska og samvinna.

Nánari upplýsingar um starfsemi Alþingis og skrifstofu þingsins er að finna á vef Alþingis.

Starfshlutfall er 100%.
Umsóknarfrestur er til og með 03.02.2020.

Nánari upplýsingar veitir
Ingvar Þór Sigurðsson
forstöðumaður þingfundasviðs
ingvarthor@althingi.is
s. 563-0500

Smelltu hér til að sækja um starfið.