Tilkynningar

Laust starf deildarstjóra nefndadeildar á skrifstofu Alþingis

29.8.2022

Ert þú öflugur lögfræðingur með brennandi áhuga á stjórnun? Skrifstofa Alþingis leitar að öflugum og jákvæðum stjórnanda til að leiða starf nefndadeildar og veita starfsfólki hennar faglega forystu. Nefndadeild er hluti nefndasviðs. Hlutverk þess er að veita nefndum og þingmönnum sérfræðiaðstoð og ráðgjöf og tryggja þannig vandaða lagasetningu og fagleg vinnubrögð í starfi þingnefnda.

Leitað er að lausnamiðuðum leiðtoga sem skapar liðsheild og vinnuumhverfi þar sem hæfileikar og hugmyndir starfsfólks nýtast. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf í lifandi starfsumhverfi.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Dagleg stjórnun og stuðningur við starfsfólk
  • Fagleg forysta á málefnasviði deildarinnar
  • Ábyrgð á þjónustu við nefndir og skipulagi hennar
  • Þátttaka í umbótastarfi og stefnumótunarvinnu

Hæfniskröfur

  • Háskólapróf á meistarastigi í lögfræði
  • Leiðtogafærni og geta til að leiða fólk til árangurs
  • Marktæk starfs- og stjórnunarreynsla, þ.m.t. reynsla af mannaforráðum
  • Þekking á stjórnskipunarrétti og opinberri stjórnsýslu
  • Framsækni, faglegur metnaður og framúrskarandi samskiptahæfni
  • Frumkvæði, sjálfstæði og skipulagshæfni
  • Mjög gott vald á íslensku og ensku og færni í að tjá sig jafnt í ræðu og riti

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem forseti Alþingis og Félag starfsmanna Alþingis hafa gert.

Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem umsækjandi rökstyður hæfni sína í starfið. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

Starfið hentar öllum kynjum og áhugasöm eru hvött til að sækja um. Umsóknir gilda í sex mánuði frá auglýsingu þessari.

Gildi skrifstofu Alþingis eru fagmennska, virðing og framsækni.

Starfshlutfall er 100%.

Umsóknarfrestur er til og með 12. september 2022.

Nánari upplýsingar veitir

Hildur Eva Sigurðardóttir, forstöðumaður nefndasviðs – hildureva@althingi.is – 563 0500

Smelltu hér til að sækja um starfið