Tilkynningar

Laust starf launafulltrúa á skrifstofu Alþingis

5.6.2020

Skrifstofa Alþingis auglýsir eftir launafulltrúa til starfa á starfsmannaskrifstofu Alþingis. Starf launafulltrúa felst í umsjón og eftirliti með margþættum verkefnum á sviði kjara- og mannauðsmála fyrir starfsfólk Alþingis. Um er að ræða spennandi starf í fjölbreyttu og lifandi starfsumhverfi á skrifstofu Alþingis.

Hlutverk starfsmannaskrifstofu er að hafa umsjón með mannauðs- og kjaramálum fyrir skrifstofu Alþingis. Þar með talin eru jafnréttis-, starfsþróunar- og velferðarmál starfsfólks, umsjón og eftirlit með launabókhaldi stofnunarinnar ásamt umsjón með mönnun og nýráðningum. 

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Umsjón og eftirlit með launavinnslu, starfsmannakerfum og kjaramálum starfsfólks.
 • Umsjón og eftirlit með skráningum og uppgjörum í mannauðskerfi Orra og Vinnustund.
 • Greiningarvinna og úrvinnsla á sviði kjara- og launamála.
 • Túlkun kjarasamninga og eftirlit með framkvæmd þeirra. 
 • Samskipti við starfsfólk, lífeyrissjóði, stéttarfélög og opinbera aðila.
 • Upplýsingagjöf til starfsfólks um launa- og kjaramál.

Hæfnikröfur

 • Stúdentspróf eða sambærileg menntun er skilyrði.
 • Menntun á sviði mannauðsmála er kostur.
 • Þekking á launakerfi Orra og Vinnustund er skilyrði.
 • Þekking og reynsla af launavinnslu, kjaramálum og bókhaldi. 
 • Þekking á túlkun kjara- og stofnanasamninga.
 • Þekking á Navision bókhaldskerfi og OneSystems skjalakerfi er kostur. 
 • Góð kunnátta og færni í Excel.
 • Góð íslenskufærni, nákvæm og öguð vinnubrögð. 
 • Rík þjónustulund, jákvæðni og samskiptahæfni. 
 • Frumkvæði og sjálfstæði.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag starfsmanna Alþingis hafa gert.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Félags starfsmanna Alþingis. Tekið er mið af jafnréttisáætlun skrifstofu Alþingis við ráðningar.

Sótt er um starfið í gegnum ráðningarkerfi Orra. Umsókn skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi þar sem umsækjandi rökstyður umsókn sína og lýsir hæfni sinni til starfsins. Mikilvægt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Umsóknir um starfið gilda í sex mánuði frá auglýsingu þessari. 

Nánari upplýsingar um starfsemi Alþingis og skrifstofu þingsins er að finna á vef Alþingis.

Starfshlutfall er 100%.

Umsóknarfrestur er til og með 15.06.2020.


Nánari upplýsingar veitir
Saga Steinþórsdóttir - sagas@althingi.is - 563-0500

Sækja um starf