Tilkynningar

Laust starf næturvarðar hjá skrifstofu Alþingis

15.8.2019

Næturverðir starfa á rekstrar- og þjónustusviði skrifstofunnar. Þeir annast aðgangsstýringar að húsakynnum Alþingis og hafa eftirlit með öryggis- og eftirlitskerfum. Jafnframt fara þeir í reglulegar eftirlitsferðir um starfssvæði Alþingis. Starfið gerir kröfu um hæfni til að vinna sjálfstætt og sem hluti af heild. Unnið er á næturvöktum milli kl. 20.00 og 8.00 en umsækjendur þurfa að vera reiðubúnir að vinna yfirvinnu á sviðinu og á dagvöktum þegar þörf krefur.

Helstu verkefni og ábyrgð
Öryggisgæsla.
Eftirlit með húsnæði og öryggiskerfum þingsins.
Utanumhald og eftirlit með skráningum.
Þjónusta við þingmenn og starfsmenn.
Móttaka gesta og símsvörun.
Önnur verkefni.

Hæfnikröfur
Stúdentspróf, iðnmenntun eða sambærileg menntun.
Marktæk starfsreynsla sem nýtist í starfi.
Mjög góð tölvu- og tæknikunnátta.
Gott líkamlegt ástand.
Sjálfstæð og öguð vinnubrögð.
Færni og lipurð í mannlegum samskiptum.
Háttvísi og rík þjónustulund.
Góð íslenskukunnátta.
Góð tungumálakunnátta, einkum í ensku og Norðurlandamálum.

Frekari upplýsingar um starfið
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi forseta Alþingis og Félags starfsmanna Alþingis. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf sem fyrst.

Sótt er um starfið í gegnum ráðningarkerfi Orra . Umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem umsækjandi rökstyður umsókn sína og lýsir hæfni sinni til starfsins.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Umsóknir um starfið gilda í sex mánuði frá birtingu þessarar auglýsingar.

Gildi skrifstofu Alþingis eru þjónustulund, fagmennska og samvinna.

Nánari upplýsingar um starfsemi Alþingis og skrifstofu þingsins er að finna á vef Alþingis, althingi.is .

Starfshlutfall er 100%.
Umsóknarfrestur er til og með 2. september 2019.

Nánari upplýsingar veita
Ómar Örn Hauksson, tölvupóstfang: omarh@althingi.is, sími: 563-0500.
Sigurlaug Skaftad. McClure, tölvupóstfang: sigurlaugs@althingi.is, sími: 563-0500.

Sótt er um starfið hér .