Tilkynningar

Laust starf sérfræðings í vinnslu og útgáfu skjala og ræðna á þingfundasviði

25.1.2020

Skrifstofa Alþingis auglýsir eftir íslenskusérfræðingi til starfa í nýrri deild á þingfundasviði. Starf sérfræðings felst í yfirlestri á ræðum úr þingsal og þingskjölum, auk uppsetningar, umbrots og frágangs þingskjala og þingræðna fyrir útgáfu á vef og í prentuðu formi. Um er að ræða spennandi starf í fjölbreyttu og lifandi starfsumhverfi á skrifstofu Alþingis.

Hlutverk þingfundasviðs er undirbúningur og þjónusta við þingfundi ásamt útgáfu á þingskjölum og umræðum í þingsal.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Yfirlestur, lagfæringar á lagatæknilegum atriðum, gátun og frágangur texta.
 • Vinnsla þingskjala, þ.e. frumvarpa, þingsályktunartillagna, fyrirspurna, nefndarálita, breytingartillagna o.fl.
 • Yfirlestur, lagfæringar og frágangur þingræðna.
 • Útgáfa þingskjala og þingræðna.

Hæfnikröfur

 • Háskólapróf í íslensku, málvísindum eða sambærilegum greinum.
 • Marktæk reynsla af vinnu við yfirlestur og frágang texta.
 • Sjálfstæð, nákvæm og öguð vinnubrögð.
 • Skipulags- og samskiptahæfni.
 • Framsýni og tækniþekking.
 • Jákvæðni og sveigjanleiki.
 • Reynsla af teymisvinnu er æskileg. 


Frekari upplýsingar um starfið

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Félags starfsmanna Alþingis. Tekið er mið af jafnréttisáætlun skrifstofu Alþingis við ráðningar.

Sótt er um starfið í gegnum ráðningarkerfi Orra. Umsókn skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi þar sem umsækjandi rökstyður umsókn sína og lýsir hæfni sinni til starfsins.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Umsóknir um starfið gilda í sex mánuði frá auglýsingu þessari.

Gildi skrifstofu Alþingis eru fagmennska, samvinna og þjónustulund.

Nánari upplýsingar um starfsemi Alþingis og skrifstofu þingsins er að finna á vef Alþingis.

Starfshlutfall er 100%.

Umsóknarfrestur er til og með 10.02.2020.

Nánari upplýsingar veitir

Ingvar Þór Sigurðsson
forstöðumaður þingfundasviðs
ingvarthor@althingi.is  
s. 563-0500

Smelltu hér til að sækja um starfið.