Tilkynningar

Laust starf tölvunarfræðings

6.11.2015

Tölvunarfræðingur

Skrifstofa Alþingis óskar eftir að ráða tölvunarfræðing með forritunarreynslu til starfa á Upplýsingatækniskrifstofu. Skrifstofan annast þróun og rekstur tölvukerfa Alþingis. Jafnframt annast skrifstofan alla almenna tölvu- og notendaþjónustu. Starfsmenn skrifstofunnar eru sjö.

Helstu verkefni og ábyrgð 
Nýsmíði, viðhald og þróun hugbúnaðarkerfa. 
Aðlögun og innleiðing á sérhæfðum hugbúnaði. 
Samskipti við starfsmenn og samstarfsaðila.

Hæfnikröfur 
Háskólamenntun í tölvunarfræði eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi. 
Mjög góð reynsla af Java forritun. 
Reynsla af notkun eða þekking á eftirfarandi æskileg: Java Swing, JavaEE, JDOM, Linux, XML, XSLT, C++ 
Færni í mannlegum samskiptum og þjónustulund. 
Frumkvæði, fagmennska, sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð og sveigjanleiki í starfi. 
Góð íslenskukunnátta áskilin. Góð tök á ensku og einu Norðurlandamáli æskileg. 
Áhersla er lögð á símenntun í starfi.

Frekari upplýsingar um starfið 
Laun samkvæmt gildandi kjarasamnings milli forseta Alþingis og Félags starfsmanna Alþingis. Starfshlutfall er 100%. Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um starfið. Öllum umsækjendum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

Sótt er um starfið á heimasíðu Alþingis eða á Starfatorgi. Umsóknum skulu fylgja ferilskrá og kynningarbréf. Umsóknarfrestur rennur út mánudaginn 23. nóvember. Umsóknir gilda í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.

Alþingi er reyklaus vinnustaður.

Gildi skrifstofu Alþingis eru: Þjónustulund. Fagmennska. Samvinna.

Starfshlutfall er 100% 

Umsóknarfrestur er til og með 23.11.2015

Nánari upplýsingar veitir 
Þorbjörg Árnadóttir - thorbjorg@althingi.is - 563 0625

Smelltu hér til að sækja um starfið .