Tilkynningar

Lögfræðingur á skrifstofu Alþingis

27.5.2015

Lögfræðingur á skrifstofu Alþingis

Nefndarritari

Skrifstofa Alþingis auglýsir eftir lögfræðingi í starf nefndarritara á nefndasviði skrifstofunnar.
Nefndasvið Alþingis annast fjölbreytt verkefni, meðal annars þjónustu við fastanefndir og alþjóðanefndir þingsins, þingmálagerð og útgáfu þingskjala. Á nefndasviði eru um 30 starfsmenn, þar af 9 lögfræðingar. Gildi skrifstofu Alþingis eru þjónustulund, fagmennska og samvinna.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Lögfræðileg ráðgjöf. 
 • Umsjón með fastanefnd. 
 • Gerð lagafrumvarpa og annarra þingmála.

Hæfnikröfur 

 • Embættis- eða meistarapróf í lögfræði. 
 • Framhaldsnám eða sérþekking á sviði stjórnskipunarréttar, stjórnsýsluréttar eða á öðrum réttarsviðum sem nýtast í starfi. 
 • Fullt vald á íslensku og færni í að tjá sig í ræðu og riti. 
 • Sjálfstæð og öguð vinnubrögð. 
 • Færni og lipurð í mannlegum samskiptum. 
 • Frumkvæði, sveigjanleiki og skipulagshæfni. 
 • Geta til að vinna undir álagi. 
 • Marktæk reynsla úr opinberri stjórnsýslu skilyrði. 
 • Reynsla af gerð lagafrumvarpa æskileg. 
 • Góð tungumálakunnátta, einkum í Norðurlandamálum og ensku.

Frekari upplýsingar um starfið 

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Félags starfsmanna Alþingis. Starfið er laust frá 1.september. Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um stöðuna.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Umsóknir gilda í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests. Umsóknum skulu fylgja ferilskrá og kynningarbréf.

Starfshlutfall er 100% Umsóknarfrestur er til og með 15.06.2015

Nánari upplýsingar veitir Sigrún Brynja Einarsdóttir - sbe@althingi.is - 563 0500 Elín Valdís Þorsteinsdóttir - elinvaldis@althingi.is - 563 0500

Smelltu hér til að sækja um starfið.