Tilkynningar

Málverk af Ástu R. Jóhannesdóttur afhjúpað

26.10.2018

Málverk af Ástu R. Jóhannesdóttur, fyrrverandi forseta Alþingis, var afhjúpað í Alþingishúsinu föstudaginn 26. október að viðstöddum forseta Alþingis, Steingrími J. Sigfússyni, alþingismönnum, fjölskyldu Ástu og vinum, fyrrum samþingsmönnum og fleiri gestum. Baltasar Samper listmálari málaði myndina og hefur henni verið komið fyrir í efrideildarsal Alþingis.

Ásta R. Jóhannesdóttir var forseti Alþingis frá 2009 til 2013. Áður hafði hún verið 1. varaforseti Alþingis kjörtímabilið 2007–2009. Alls sat Ásta á Alþingi í 18 ár, frá 1995 til 2013 en hún tók fyrst sæti sem varaþingmaður árið 1987. Hún gegndi embætti félags- og tryggingamálaráðherra í fyrra ráðuneyti Jóhönnu Sigurðardóttur veturinn 2009. 

Malverk-Asta-R.-Johannsdottir

Listmálarinn Baltasar Samper, Ásta R. Jóhannesdóttir, fyrrverandi forseti Alþingis, og Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, standa við málverk Baltasars af Ástu.  

Asta-R.-Johannesdottir-og-fjolskylda
Ásta R. Jóhannesdóttir og fjölskylda. Barnabörnin Ásta Rún, Ottó Snær og Sóley afhjúpuðu málverkið.