Tilkynningar

Málverk af Guðbjarti Hannessyni í Alþingishúsinu

14.9.2021

Málverk af Guðbjarti Hannessyni, fyrrverandi forseta Alþingis, var afhjúpað í Skála Alþingishússins í dag að viðstöddum forseta Alþingis, fjölskyldu, vinum og samstarfsfólki Guðbjarts úr Samfylkingunni, og fleiri gestum.

Stephen Lárus Stephen listmálari málaði myndina og verður henni komið fyrir í efrideildarsal.

Guðbjartur Hannesson var forseti Alþingis árið 2009.

Guðbjartur var alþingismaður Norðvesturkjördæmis frá árinu 2007 þar til hann lést, 23. október 2015. Hann var þingmaður fyrir Samfylkinguna og var félags- og tryggingamálaráðherra og heilbrigðisráðherra 2010 og velferðarráðherra 2011–2013.

Afhjupun-portrettmalverks-af-GH_1Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, ásamt Sigrúnu Ásmundsdóttur, ekkju Guðbjarts, við afhjúpun málverksins af Guðbjarti Hannessyni.

Afhjupun-portrettmalverks-af-GH_2Oddný G. Harðardóttir, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, flutti ávarp fyrir hönd flokkssystkina.

Afhjupun-portrettmalverks-af-GH_3

Sigrún Ásmundsdóttir og dæturnar Hanna María og Birna Guðbjartsdætur.

Afhjupun-portrettmalverks-af-GH_4

Sigrún Ásmundsdóttir ásamt Stephen Lárus Stephen listmálara, höfundi portrettsins.