Tilkynningar

Yfir 3.000 gestir á opnu húsi 17. júní

17.6.2019

Alls komu 3.160 gestir í Alþingishúsið þegar þar var opið hús í tilefni af 75 ára afmæli lýðveldisins 17. júní. Stöðugur straumur var í gegnum húsið allt frá því það var opnað kl. 14 og þar til lokað var kl. 18. Þingmenn jafnt sem starfsfólk skrifstofu stóðu vaktina og kynntu fyrir áhugasömum gestum sögu Alþingishússins og starfsemi þingsins.

17.-juni-2019.0917.-juni-2019.1117.-juni-2019.1017.-juni-2019.0117.-juni-2019.15