Tilkynningar

Nefndadagar 3. og 4. apríl

1.4.2019

Samkvæmt starfsáætlun Alþingis verða nefndadagar miðvikudaginn 3. og fimmtudaginn 4. apríl. Gert er ráð fyrir að nefndir fundi á eftirfarandi tímum:

Miðvikudagur 3. apríl

• Kl. 9-12: Fjárlaganefnd, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, utanríkismálanefnd og velferðarnefnd.
• Kl. 12-13: Hádegishlé.
• Kl. 13-15: Þingflokksfundir
• Kl. 15-18: Allsherjar- og menntamálanefnd, atvinnuveganefnd, efnahags- og viðskiptanefnd og umhverfis- og samgöngunefnd. 

Fimmtudagur 4. apríl

• Kl. 9-12: Allsherjar- og menntamálanefnd, atvinnuveganefnd, efnahags- og viðskiptanefnd og umhverfis- og samgöngunefnd.
• Kl. 12-13: Hádegishlé.
• Kl. 13-17: Fjárlaganefnd, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, utanríkismálanefnd og velferðarnefnd.

Endanlegir fundatímar nefnda og dagskrár funda birtast á síðunni Nefndafundir.