Tilkynningar

Skrifstofa Alþingis auglýsir eftir starfsmanni í ræstingu

18.5.2012

Skrifstofa Alþingis auglýsir eftir starfsmanni í ræstingu. Um er að ræða fullt starf á dagvinnutíma, vinnutími er kl. 8.00-16.00 eða 7.00-15.00.

Hæfniskröfur:

  • Reynsla af vinnu við ræstingar æskileg.
  • Hreinlæti.
  • Sjálfstæð vinnubrögð.
  • Lipurð í mannlegum samskiptum.
  • Hæfileiki til að vinna með öðrum.


Nánari upplýsingar veitir Jóna Brynja Tómasdóttir, ræstingastjóri, í síma 563-0791 og 848-5554 eða á netfanginu jbt@althingi.is.

Umsóknir ásamt ferilskrá óskast sendar á netfangið starfsmannahald@althingi.is fyrir 4. júní næstkomandi.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Umsóknir gilda í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests. Staðan er laus frá 1. september 2012.

Launakjör taka mið af kjarasamningi Eflingar og ríkis. Alþingi er reyklaus vinnustaður. Gildi Skrifstofu Alþingis eru þjónustulund, fagmennska og samvinna.

Laus störf á skrifstofu Alþingis eru auglýst á Starfatorgi.