Tilkynningar

Fundur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis 31. janúar opinn fréttamönnum

31.1.2012

Fundur í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd 31. janúar opinn fréttamönnum frá kl. 9.00 meðan fjallað verður um afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra.

Gestir verða: kl.09.00 Þórhallur Vilhjálmsson kl.09.20 Róbert Spanó, kl.09.40 Ástráður Haraldsson, kl. 10.35 Ragnhildur Helgadóttir.

Dagskrá fundarins

Fundurinn verður haldinn í húsnæði nefndasviðs Alþingis í Austurstræti 8-10 og verður opinn fjölmiðlamönnum meðan húsrúm leyfir.

Fundurinn er opinn fréttamönnum en er hvorki tekinn upp né sent beint út frá honum á vegum Alþingis.

Fundurinn verður haldinn með stoð í nýju ákvæði 2. mgr. 19. gr. laga um þingsköp Alþingis.