Tilkynningar

Fundir opnir fréttamönnum í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd 24., 26. og 27. janúar

20.1.2012

Þrír fundir stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í vikunni 23.-27. janúar verða opnir fréttamönnum. Þann 26. janúar verður fjallað um afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrv. forsætisráðherra. En þann 24. og 27. janúar um stjórnarskrármál.

Fundirnir verða opnir fréttamönnum sem hér segir, 24. janúar frá kl. 9, 26. janúar frá kl. 8.35 og 27. janúar frá kl. 13.00.

Gestir koma á fund nefndarinnar og eru þeir tilgreindir í dagskrám fundanna sem birtar eru efst á forsíðu vefs Alþingis.

Fundirnir verða haldnir í húsnæði nefndasviðs Alþingis í Austurstræti 8-10 og verða opnir fjölmiðlamönnum meðan húsrúm leyfir.

Fundirnir er opnir fréttamönnum en eru hvorki teknir upp né sent beint út frá þeim á vegum Alþingis.

Fundirnir verða haldnir með stoð í nýju ákvæði 2. mgr. 19. gr. laga um þingsköp Alþingis.