Tilkynningar

Opinn fundur í efnahags- og viðskiptanefnd 28. nóvember - bein útsending

25.11.2011

Opinn fundur verður í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis mánudaginn 28. nóvember kl. 9.30. Rætt verður um störf peningastefnunefndar sbr. 3. mgr. 24. gr. laga um Seðlabanka Íslands.

Gestir fundarins verða Már Guðmundsson seðlabankastjóri, Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri og Rannveig Sigurðardóttir.

Fundurinn verður haldinn í húsnæði nefndasviðs Alþingis í Austurstræti 8-10 og verður opinn fulltrúum fjölmiðla og almenningi meðan húsrúm leyfir.

Bein útsending verður frá fundinum í ríkissjónvarpinu, á vef Alþingis og á sjónvarpsrás Alþingis á dreifikerfum Símans og Vodafone.

Upptaka af fundinum er á síðu nefndarinnar og á vefsíðu með upptökum af öllum opnum nefndarfundum.