Tilkynningar

Fundur opinn fréttamönnum í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis 22. nóvember

21.11.2011

Fundur umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis þriðjudaginn 22. nóvember 2011 kl. 13-15 verður opinn fréttamönnum. Til umræðu verður öryggi ferðamanna á Íslandi.

Fundurinn verður haldinn í húsnæði nefndasviðs Alþingis í Austurstræti 8-10 og verður opinn fjölmiðlamönnum meðan húsrúm leyfir.

Fundurinn er opinn fréttamönnum en er hvorki tekinn upp né sent beint út frá honum á vegum Alþingis.

Gestir á fundinum verða frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu, Ferðamálasamtökum Íslands, Ferðamálastofu, Fjarskiptamiðstöð, Landsvirkjun, lögreglunni á höfuðborgarasvæðinu, Landhelgisgæslunni, FÍB og EuroRAP og EuroTAP á Íslandi.

Fundurinn verður haldinn með stoð í nýju ákvæði 2. mgr. 19. gr. laga um þingsköp Alþingis.