Tilkynningar

Upptaka af opnum fundi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis með fulltrúum stjórnlagaráðs og stjórnlaganefndar

4.11.2011

Opinn fundur var haldinn í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis með fulltrúum stjórnlagaráðs og stjórnlaganefndar föstudaginn 4. nóvember 2011. Rætt var um skýrslu forsætisnefndar um tillögur stjórnlagaráðs um breytingar á stjórnarskrá Íslands og tillögu til þingsályktunar um meðferð frumvarps stjórnlagaráðs til stjórnarskipunarlaga.

Hljóð- og myndupptökur af fundinum eru á vefsíðu stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.