Tilkynningar

Opinn fundur í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd með fulltrúum stjórnlagaráðs og stjórnlaganefndar 4. nóvember 2011

3.11.2011

Opinn fundur verður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis með fulltrúum stjórnlagaráðs og stjórnlaganefndar föstudaginn 4. nóvember 2011 kl. 9.30-11.00.

Rætt verður um skýrslu forsætisnefndar um tillögur stjórnlagaráðs um breytingar á stjórnarskrá Íslands og tillögu til þingsályktunar um meðferð frumvarps stjórnlagaráðs til stjórnarskipunarlaga. Gestir verða Guðrún Pétursdóttir, formaður stjórnlaganefndar, og Salvör Nordal, formaður stjórnlagaráðs, og Ari Teitsson, varaformaður stjórnlagaráðs.

Fundurinn verður haldinn í húsnæði nefndasviðs Alþingis í Austurstræti 8-10 og verður opinn fulltrúum fjölmiðla og almenningi meðan húsrúm leyfir.

Bein útsending verður frá fundinum í ríkissjónvarpinu, á vef Alþingis og á sjónvarpsrás Alþingis á dreifikerfum Símans og Vodafone.