Tilkynningar

Gestafundur, opinn fulltrúum fjölmiðla, verður haldinn í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd með fulltrúum stjórnlagaráðs 4. nóvember 2011

3.11.2011

Gestafundur, opinn fulltrúum fjölmiðla, verður haldinn í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis með fulltrúum stjórnlagaráðs föstudaginn 4. nóvember 2011 kl. 11.00-16.00.

Rætt verður um skýrslu forsætisnefndar um tillögur stjórnlagaráðs um breytingar á stjórnarskrá Íslands og meðferð frumvarps stjórnlagaráðs til stjórnarskipunarlaga.

Gestir verða fulltrúar nefnda stjórnlagaráðs, Silja Bára Ómarsdóttir, Örn Bárður Jónsson, Katrín Fjeldsted, Íris Lind Sæmundsdóttir og Þorkell Helgason.

Fundurinn verður haldinn í húsnæði nefndasviðs Alþingis í Austurstræti 8-10 og verður opinn fjölmiðlamönnum meðan húsrúm leyfir.

Gert er ráð fyrir hádegishléi milli 12.00 og 13.00.

Ekki verður um beina útsendingu að ræða frá fundinum.

Gestafundir opnir fjölmiðlamönnum eru haldnir skv. nýju ákvæði 2. mgr. 19. gr. laga um þingsköp Alþingis.

Dagskrá fundarins.