Tilkynningar

Gestafundur, dagskrárliður 2, á fundi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd 3. nóvember opinn fréttamönnum

2.11.2011

Á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis fimmtudaginn 3. nóvember 2011 verður dagskrárliður 2, ábending Ríkisendurskoðunar um innkaup löggæslustofnana, opinn fréttamönnum. Fundurinn hefst kl. 9.00. Gestir fundarins verða innanríkisráðherra, Ögmundur Jónasson, og embættismenn frá innanríkisráðuneyti, ríkislögreglustjóra og Ríkisendurskoðun.

Fundurinn verður haldinn í húsnæði nefndasviðs Alþingis í Austurstræti 8-10 og verður opinn fjölmiðlamönnum meðan húsrúm leyfir.

Ekki verður um að ræða beina útsendingu frá fundinum.

Gestafundir opnir fjölmiðlamönnum eru haldnir skv. nýju ákvæði 2. mgr. 19. gr. laga um þingsköp Alþingis.