Tilkynningar

Opinn fundur í efnahags- og viðskiptanefnd 2. nóvember um dóm Hæstaréttar í máli nr. 282/2011 um gengistryggða lánasamninga - bein útsending

1.11.2011

Opinn fundur verður haldinn í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis miðvikudaginn 2. nóvember kl. 9.30 um dóm Hæstaréttar í máli nr. 282/2011 um gengistryggða lánasamninga.

Áætlað er að fundurinn standi til kl. 11.00.

Gestir fundarins verða frá Samtökum fjármálafyrirtækja, Samtökum iðnaðarins og Ríkisskattstjóra.

Kl. 09.30 Samtök fjármálafyrirtækja (Jóna Björk Guðnadóttir og Guðmundur Guðbjörnsson).
Kl. 10.00 Samtök iðnaðarins (Árni Jóhannsson og Sigurður B. Halldórsson).
Kl. 10.30 Embætti ríkisskattstjóra (Skúli Eggert Þórðarson, Ingvar J. Rögnvaldsson, Elín Alma Arthúrsdóttir og Jón Guðmundsson).

Fundurinn verður haldinn í húsnæði nefndasviðs Alþingis í Austurstræti 8-10 og verður opinn fulltrúum fjölmiðla og almenningi meðan húsrúm leyfir.

Bein útsending verður frá fundinum í ríkissjónvarpinu, á vef Alþingis og á sjónvarpsrás Alþingis á dreifikerfum Símans og Vodafone.