Tilkynningar

Gestafundur í utanríkismálanefnd opinn fulltrúum fjölmiðla þriðjudaginn 18. október

17.10.2011

Fundur opinn fréttamönnum verður haldinn í utanríkismálanefnd Alþingis þriðjudaginn 18. október 2011 kl. 12:00. Gestur fundarins verður Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra. Rætt verður um þau mál sem ráðherra hyggst leggja fram á yfirstandandi þingi.

Fundurinn verður haldinn í húsnæði nefndasviðs Alþingis í Austurstræti 8-10 og verður opinn fréttamönnum meðan húsrúm leyfir.

Ekki verður um beina útsendingu að ræða frá fundinum.

Vert er að geta þess að þessi fundur verður sá fyrsti í 83 ára sögu utanríkismálanefndar sem opinn er fréttamönnum og jafnframt sá fyrsti með því lagi sem haldinn er í þingnefnd (gestafundur), samkvæmt nýju ákvæði 2. mgr. 19. gr. laga um þingsköp Alþingis.