Tilkynningar

Upptaka af opnum fundi í allsherjar- og menntamálanefnd með mennta- og menningarmálaráðherra 13. október

13.10.2011

Opinn fundur var haldinn í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis fimmtudaginn 13. október 2011 kl. 09.00. Gestur fundarins var Svandís Svavarsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra, ásamt Jóni Vilbergi Guðjónssyni og Friðriku Harðardóttur. Rætt var um þau mál sem ráðherra hyggst leggja fram á komandi þingi.

Bein útsending var frá fundinum í ríkissjónvarpinu, á vef Alþingis og á sjónvarpsrás Alþingis á dreifikerfum Símans og Vodafone. Hljóð- og myndupptökur af fundinum eru á vefsíðu allsherjar- og menntamálanefndar.