Tilkynningar

Upptaka af opnum fundi í efnahags- og viðskiptanefnd með efnahags- og viðskiptaráðherra

5.10.2011

Opinn fundur var haldinn í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis miðvikudaginn 5. október 2011 kl. 9.30.

Gestur fundarins var Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra ásamt Helgu Jónsdóttur ráðuneytisstjóra og Þóru M. Hjaltested skrifstofustjóra. Rætt var um þau mál sem ráðherra hyggst leggja fram á komandi þingi.

Fundurinn var sendur beint út á vef Alþingis og eru hljóð- og myndupptökur á vefsíðu efnahags- og viðskiptanefndar.